Ferill 199. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 199 . mál.


Ed.

710. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um hreppstjóra, nr. 32 26. apríl 1965.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarp þetta sem flutt er vegna breytinga sem gerðar hafa verið á sveitarstjórnarlögum. Nefndin fékk umsagnir um málið frá eftirtöldum aðilum: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sýslumannafélagi Íslands, Fjórðungssambandi Norðlendinga, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þá starfaði Markús Sigurbjörnsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, með nefndinni.
    Nefndin er sammála um að mæla með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Fyrri breytingin er við 2. gr. frumvarpsins og felur í sér að felld eru brott orðin „úr hópi umsækjenda“. Þessi breyting tekur mið af þeim möguleika að stundum verði ekki neinir umsækjendur um starf hreppstjóra. Í öðru lagi er gildistökuákvæðinu í 4. gr. breytt, en í frumvarpinu segir að lögin taki gildi 1. janúar 1989.

Alþingi, 3. apríl 1989.



Jón Helgason,

Guðmundur Ágústsson,

Salome Þorkelsdóttir.


form., frsm.

fundaskr.



Skúli Alexandersson.

Jóhann Einvarðsson.

Eiður Guðnason.



Ey. Kon. Jónsson.